Innlent

Þór og Lagarfoss á leið til Reykjavíkur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Búið var að koma taug á milli skipanna kl. 4 í nótt.
Búið var að koma taug á milli skipanna kl. 4 í nótt. Landhelgisgæslan/Anton Örn

Varðskipið Þór er komið með flutningaskipið Lagarfoss í tog og gert er ráð fyrir að lagt verði að höfn í Reykjavík á gamlársdag. 

Varðskipið kom að flutningaskipinu í nótt og vel gekk að koma dráttarvír milli skipanna.

Samkvæmt færslu Landhelgisgæslunnar á Facebook er áhöfnin á Lagarfossi örugg og ferðin gengur vel.

Þór var sendur af stað að sækja Lagarfoss þegar síðarnefnda varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga. 

Eimskip hafði samband við Landhelgisgæsluna í fyrradag, þegar bilunar varð vart og þegar ljóst varð að viðgerð bar ekki árangur var áhöfn Þórs kölluð út.

Gott veður hefur verið á svæðinu og var áhöfn Lagarfoss aldrei talin í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×