Geðveikt nýtt ár? Starri Reynisson skrifar 30. desember 2020 10:30 Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun