Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 16:31 Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona máttu þola sitt fyrsta tap í 15 mánuði í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN ZIEMER Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021. Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021.
Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09
PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41