Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 14:39 Alexei Navalní, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur að rannsókn lokinni. EPA/Sergei Ilnitskí Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Navalní, sem er staddur í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi í sumar, þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Hann segir ásakanir þessar koma frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nánar tiltekið er hann sagður hafa tekið um 600 milljónir króna sem hann safnaði í nafni samtaka sem hann er í forsvari fyrir og að hafa notað þá fjármuni til fjárfestinga í eigin nafni og í að greiða fyrir persónulegan lífstíl sinn. Þetta var opinberað í gær, en í fyrradag sendu fangelsismálayfirvöld Navalní skilaboð um að hann væri að brjóta gegn skilorði með því að vera í Þýskalandi og var þess krafist að hann færi aftur til Rússlands. Skilorðsdómur þessi fellur úr gildi í dag. Navalní var dæmdur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist sömuleiðis saklaus af þeim ásökunum. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í fyrra að yfirvöld Rússlands hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum frá á árunum 2012 til 2014. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Yfirvöld í Rússlandi segjast ekki hafa fundið vísbendingar um að eitrað hafi verið fyrir Navalní og hafa jafnvel gefið í skyn að það hafi verið gert í flugvélinni þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Eitrun Navalní er ekki til rannsóknar í Rússlandi. Í tísti sem Navalní birti í gær sagðist hann hafa sagt frá því að eitrað var fyrir honum að reynt yrði að koma honum aftur í fangelsi. : , , . , : . , , .https://t.co/ypDzYwnbAd pic.twitter.com/uyjg5XLFEh— Alexey Navalny (@navalny) December 29, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira