Erlent

Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla

Samúel Karl Ólason skrifar
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að hann óttist að grímunotkun geri fólk kærulaust í sóttvörnum.
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að hann óttist að grímunotkun geri fólk kærulaust í sóttvörnum. EPA/Anders Wiklund

Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt.

Aldrei hafa fleiri dáið í Svíþjóð frá því faraldurinn hófst.

Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma.

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að skortur sé á sönnunum fyrir virkni gríma og að hann óttist að grímur geri fólk kærulaust.

Í yfirlýsingu sem birt var í dag segir Tegnell takmarkaði rými í almenningssamgöngum og því geti andlitsgrímur verið gagnlegar þar. Annars sé betra að halda fjarlægð frá öðrum.

Í gær lögðu yfirvöld í Svíþjóð til að heilbrigðisstarfsmenn notuðust meira við andlitsgrímur en gert hefur verið hingað til.

Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti.

Í Svíþjóð hafa 437.379 smitast af Covid-19 og 8.727 hafa dáið. Þar búa um 10,2 milljónir.

Í Danmörku hafa 161.230 smitast og 1.256 hafa dáið. Þar búa um 5,8 milljónir.

Í Noregi hafa 48.278 smitast og 436 hafa dáið. Þar búa um 5,4 milljónir.

Í Finnlandi hafa 35.858 smitast og 556 hafa dáið. Þar búa um 5,5 milljónir.

Á Íslandi hafa 5.754 smitast og 29 hafa dáið. Hér búa rúmlega 360 þúsund manns.


Tengdar fréttir

Sænska leiðin hafi búið til ó­næmi og hægt á út­breiðslu

Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki.

Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum.

„Ekki fara sænsku leiðina“

Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×