Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 21:06 Boris Johnson sagði það vera þungbært að tilkynna hertar aðgerðir. WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00