Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 22:20 Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. „Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn. Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Það er spáð kannski einum metra á sekúndu og jafnvel áttleysu annað kvöld og fram eftir nóttu. Það eru kjöraðstæður fyrir mengun að safnast upp. Svo er kalt líka þannig það má búast við hitahvarfi sem leggur svona pottlok yfir svæðið þannig mengun kemst síður í burtu,“ sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þeir flugeldasalar sem fréttastofa hefur rætt við segja söluna góða og því útlit fyrir að margir ætli að sprengja nýja árið inn. Þorsteinn segir það í takt við það sem hann hefur heyrt, það stefni jafnvel í metsölu. Íslendingar séu einstaklega skotglaðir. Mikil sala er á flugeldum í ár.Vísir „Við erum að skjóta upp mjög miklu. Fyrir nokkrum árum vorum við að skjóta svipað mikið og Svíar, og þeir eru tíu milljónir á meðan við erum 360 þúsund. Við erum mjög skotglöð og höfum verið það í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þær grímur sem Íslendingar hafa þurft að nota undanfarnar vikur komi að gagni vegna mengunar segir hann þær mögulega gera eitthvað gagn. Það sé þó hægt að finna grímur sem hjálpi meira. „Ef þú vilt fá grímur sem virkilega hjálpa, þá þarftu að fara í byggingarvöruverslun og kaupa rykgrímur. Helst P3-grímur eins og þær heita, þær ná þessu vel.“ Hann segir best fyrir viðkvæma að halda sig innandyra, loka gluggum og takmarka tíma útivið. „Tíminn skiptir líka máli,“ segir Þorsteinn.
Veður Áramót Reykjavík Flugeldar Tengdar fréttir Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22 „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. 30. desember 2020 14:22
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21