Ticketmaster greiðir milljarð til að forðast ákærur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:20 Ticketmaster hefur oft verið umdeilt og átti meðal annars í útistöðum við rokksveitina Pearl Jam á tímabili. Bandaríska miðasölufyrirtækið Ticketmaster hefur samþykkt að greiða jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að hafa brotist inn í tölvukerfi keppinautar. Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fyrirtækið stóð að öðrum kosti frammi fyrir ákærum af hálfu bandarískra yfirvalda. Höfuðstöðvar Ticketmaster eru í Beverly Hills en fyrirtækið starfar á alþjóðavísu og er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims. Selur það meðal annars miða á tónleika, leiksýningar og aðra viðburði af því tagi. Samkvæmt ásökunum bandaríska dómsmálayfirvalda notuðu starfsmenn Ticketmaster stolin aðgangsorð til að komast inn í tölvukerfi keppninautarins Songkick og stela trúnaðargögnum. Songkick sérhæfði sig í forsölu, það er sölu miða sem teknir eru frá fyrir aðdáendur og aðdáendaklúbba áður en almenn sala hefst. Samkvæmt ákæruvaldinu vonuðust forsvarsmenn Tickemaster til að gera út um samkeppnina, meðal annars með því að laða viðskiptavini frá Songkick. Einn þeirra starfsmanna sem tóku þátt í brotunum var verðlaunaður með stöðu- og launahækkun. Zeeshan Zaidi, sem nam við Harvard, játaði á sig tengd brot í október 2019 og bíður ákvörðun refsingar. Ticketmaster sagði Zaidi og fleirum upp störfum í október 2017 og sagði í yfirlýsingu í dag að framganga þeirra hefði brotið gegn gildum fyrirtækisins. Ticketmaster er dótturyfirtæki Live Nation, sem gekk að því að greiða Songkick jafnvirði 14 milljarða í skaðabætur í janúar 2018 og kaupa allar eignir fyrirtækisins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira