„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 14:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“. Þetta kom fram í máli Kára í áramótaþætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram hefur komið að Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fundað með Pfizer með það fyrir augum að tryggja íslensku þjóðinni bóluefni í gegnum rannsóknarverkefni. Kári hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum af því að ekki náist að bólusetja nema lítinn hluta þjóðarinnar á næsta ári, miðað við þá samninga sem liggja fyrir um kaup á bóluefni. Væri mjög spennandi rannsókn Kári sagði erfitt að meta gang viðræðna við Pfizer eins og þær standa einmitt á þessari stundu. „Við höfum átt samræður við Pfizer. Þórólfur og ég áttum með þeim fjarfund um daginn og það er alveg ljóst að þeir sem eru að vinna við rannsóknir á þessu bóluefni hafa geysimikinn áhuga á því að fara í samvinnu við okkur um tilraun sem myndi felast í því að bólusetja sextíu prósent fullorðinna á Íslandi, og sjá hvort það myndi nægja til þess að kveða faraldurinn í kútinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Þetta er mjög spennandi vegna þess að menn eru búnir að vera að tala mjög mikið um hjarðónæmi um allan heim á síðustu mánuðum. En það er aðeins fræðilegt hugtak. Það eru engar tilraunir, engin gögn, sem sýna fram á hvernig hjarðónæmi virkar. Þannig að þetta byði upp á þann möguleika að prófa þá hugmynd, þessa hugmynd um hjarðónæmi.“ Þá lýsti hann miklum áhuga vísindamanna Pfizer á tilrauninni á Íslandi. „En vandamálið er að þeir þurfa þá að geta tryggt nægilega mikið bóluefni frá fyrirtækinu og það er það sem þeir eru að reyna þessa dagana. Þannig að við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer en hvort það dugar vitum við ekki enn.“ „Argaðist“ síðast í Pfizer í gær Inntur eftir því hvenær hann byggist við að liggi fyrir hvort af rannsókninni verði kvaðst Kári einmitt hafa „argast í þeim“ [Pfizer] síðast í gær. „Og fékk til baka þau svör að þeim fyndist þau vera að hreyfa sig mjög hratt. Þannig að það er greinilegt að mælikvarði minn og þeirra á hraða virðist vera svolítið öðruvísi.“ Þessu bæri þó öllu að taka með miklum fyrirvara. „En þetta er allt saman mjög óvíst og að minnsta kosti að við eigum ekki að reiða okkur á þennan möguleika einan heldur leita fyrir okkur víðar.“ Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag að Ísland hafi þegar tryggt sér bóluefni sem er mun meira en á þarf að halda. „Ísland er samferða Evrópusambandinu og hinum Norðurlöndum og reiknað er með því að stór hluti Íslendinga verði bólusettur fyrir sumarið,“ segir í tilkynningu. Viðtalið við Kára má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31. desember 2020 10:25 Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00 „Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. 30. desember 2020 17:54 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kára í áramótaþætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram hefur komið að Kári og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fundað með Pfizer með það fyrir augum að tryggja íslensku þjóðinni bóluefni í gegnum rannsóknarverkefni. Kári hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum af því að ekki náist að bólusetja nema lítinn hluta þjóðarinnar á næsta ári, miðað við þá samninga sem liggja fyrir um kaup á bóluefni. Væri mjög spennandi rannsókn Kári sagði erfitt að meta gang viðræðna við Pfizer eins og þær standa einmitt á þessari stundu. „Við höfum átt samræður við Pfizer. Þórólfur og ég áttum með þeim fjarfund um daginn og það er alveg ljóst að þeir sem eru að vinna við rannsóknir á þessu bóluefni hafa geysimikinn áhuga á því að fara í samvinnu við okkur um tilraun sem myndi felast í því að bólusetja sextíu prósent fullorðinna á Íslandi, og sjá hvort það myndi nægja til þess að kveða faraldurinn í kútinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Þetta er mjög spennandi vegna þess að menn eru búnir að vera að tala mjög mikið um hjarðónæmi um allan heim á síðustu mánuðum. En það er aðeins fræðilegt hugtak. Það eru engar tilraunir, engin gögn, sem sýna fram á hvernig hjarðónæmi virkar. Þannig að þetta byði upp á þann möguleika að prófa þá hugmynd, þessa hugmynd um hjarðónæmi.“ Þá lýsti hann miklum áhuga vísindamanna Pfizer á tilrauninni á Íslandi. „En vandamálið er að þeir þurfa þá að geta tryggt nægilega mikið bóluefni frá fyrirtækinu og það er það sem þeir eru að reyna þessa dagana. Þannig að við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer en hvort það dugar vitum við ekki enn.“ „Argaðist“ síðast í Pfizer í gær Inntur eftir því hvenær hann byggist við að liggi fyrir hvort af rannsókninni verði kvaðst Kári einmitt hafa „argast í þeim“ [Pfizer] síðast í gær. „Og fékk til baka þau svör að þeim fyndist þau vera að hreyfa sig mjög hratt. Þannig að það er greinilegt að mælikvarði minn og þeirra á hraða virðist vera svolítið öðruvísi.“ Þessu bæri þó öllu að taka með miklum fyrirvara. „En þetta er allt saman mjög óvíst og að minnsta kosti að við eigum ekki að reiða okkur á þennan möguleika einan heldur leita fyrir okkur víðar.“ Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag að Ísland hafi þegar tryggt sér bóluefni sem er mun meira en á þarf að halda. „Ísland er samferða Evrópusambandinu og hinum Norðurlöndum og reiknað er með því að stór hluti Íslendinga verði bólusettur fyrir sumarið,“ segir í tilkynningu. Viðtalið við Kára má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31. desember 2020 10:25 Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00 „Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. 30. desember 2020 17:54 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31. desember 2020 10:25
Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. 31. desember 2020 09:00
„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. 30. desember 2020 17:54