Saksóknarar rannsaka mann sem sankaði að sér hreinlætisvörum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 11:53 Víða um heim hafa hreinlætisvörur eins og sótthreinsiefni selst upp. AP/Nam Y. Huh Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira