Háskólanemi í sófanum heima Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 16. mars 2020 15:00 Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun