Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 19:10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson. vísir/skjáskot „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“ Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35