Berglind föst á Ítalíu | Orðið erfitt að vakna í þessari óvissu Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2020 19:10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson. vísir/skjáskot „Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“ Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
„Þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður AC Milan á Ítalíu, um lífið í því óvissuástandi sem verið hefur í landinu síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Berglind ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag, nýjum þætti sem sýndur verður á Stöð 2 Sport á hverjum virkum degi kl. 15. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind föst á Ítalíu en ber sig vel „Lífið er heldur betur búið að breytast. Það er svo ótrúlega mikil óvissa hérna og það er í rauninni enginn dagur eins. Maður bíður eftir nýjum upplýsingum á hverjum einasta degi en hefðbundinn dagur er bara að vakna, læra og slaka á. Það er ekki mikið annað í boði, segir Berglind. Leikmenn AC Milan hafi fengið að vita að næsta æfing eigi að vera 23. mars en undanfarið hafi ítrekað verið boðað til æfinga sem svo hafi verið blásnar af vegna ástandsins.“ „Það er orðið frekar erfitt að vakna núna því að maður veit að það er ekkert framundan,“ segir Berglind. Hún er að láni hjá AC Milan frá Breiðabliki og hugurinn hefur leitað heimleiðis: „Já, klárlega. Sérstaklega þegar þetta var fyrst að byrja og maður vissi ekki hvernig maður ætti að haga sér. Þetta er náttúrulega erfitt, en ég veit að ég get ekkert gert í þessari stöðu. Ég get ekki komið heim eða neitt. Maður þarf bara að tala við fólkið heima í gegnum Skype eða eitthvað,“ segir Berglind. En hvernig hafa íbúar Mílanó tekist á við útgöngubann stjórnvalda? „Mér fannst fólk frekar kærulaust hérna í byrjun. Það var enn bara að fara út og lifa sínu lífi, en núna eftir að stjórnvöld settu þessi lög um að fólk ætti að halda sér inni þá fóru veitingastaðir að loka og svona. Maður finnur það núna að fólk er virkilega hrætt og það er enginn úti. Við eigum að halda okkur heima og megum í rauninni bara fara út ef það er eitthvað neyðarástand eða til þess að kaupa mat.“ Þrátt fyrir allt sér Berglind ekki eftir því að hafa gengið til liðs við AC Milan en hún raðaði inn mörkum í búningi liðsins áður en hlé var gert á keppni á Ítalíu: „Þetta er ótrúlega flott tækifæri og ég sé klárlega ekki eftir því að hafa komið hingað. Mér líður mjög vel og hefur gengið vel, svo þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er mjög leiðinlegt að þetta ástand sé núna, að maður geti hvorki æft með liðinu né keppt. Ég veit ekki hvort ég hef spilað minn síðasta leik hér eða ekki því ég kem vonandi til Íslands í byrjun maí. Við sjáum til.“
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35