Lífið

Fimm starfsmenn af 30 eiga von á barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor Richardsson, Arna Þorsteinsdóttir, Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún Andrea Sólveigardóttir, Ásthildur Gunnarsdóttir eiga öll von á barni.
Viktor Richardsson, Arna Þorsteinsdóttir, Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún Andrea Sólveigardóttir, Ásthildur Gunnarsdóttir eiga öll von á barni.

Sannkölluð barnasprengja er að eiga sér stað hjá auglýsingastofunni SAHARA en hvorki meira né minna en fimm starfsmenn eiga von á barni á næstu vikum. Um er að ræða fjórar konur sem eru barnshafandi og einn karlmaður á síðan einnig von á barni. Allir hafa fengið að vita kynið og eru fimm drengir á leiðinni í heiminn.

„Þetta voru ansi skrautlegar tvær vikur hérna fyrr í vetur þegar hver starfsmaðurinn á fætur öðrum tilkynnti okkur gleðifréttirnar,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri.

Samkvæmt honum eru allir í SAHARA hæstánægðir með þessar sviptingar og samgleðjast vinnufélögunum enda er það stefna fyrirtækisins að vera fjölskylduvænn vinnustaður.

„Börn eru velkomin og hafa nóg að gera þegar þau koma með foreldrum sínum í vinnuna sem reyndi svo sannarlega á í verkfallinu,“ bætir hann við en á SAHARA komast börnin líkt og foreldrarnir í ýmsa skemmtun eins og leikfangaherbergi, Playstation, píluspjald og borðtennisborð. Alls vinna 30 starfsmenn hjá auglýsingastofunni og er þetta því nokkuð hátt hlutfall starfsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.