Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2020 14:52 Krónan, þessi einn minnsti gjaldmiðill sem þekkist, hefur löngum verið sögð skoppa í öldurótinu eins og korktappi. Undanfarin ár hefur hún verið furðu stöðug en nú bregður svo við að frá áramótum hefur hún sunkað um tíu prósent. Krónan heldur áfram að falla. Evran er komin í tæplega 155 krónur. Hún hefur sigið um 1,5 prósent gagnvart evru í dag. Frá áramótum hefur krónan fallið um tíu prósent. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka og hann segir þetta allrar athygli vert ekki síst ef litið er til þess að frá því að krónan tók veikingarsprett haustið 2018, seig þá um tíu prósent einnig á nokkrum mánuðum, hefur hún verið ótrúlega stöðug. Sem má heita merkilegt vegna þess að hér hefur hvert áfallið riðið yfir af öðru sem hefði átt að reyna á gjaldmiðilinn svo sem fall WoW, vandræði Icelandair með Max-þotur sínar, blikur á alþjóðlegum mörkuðum, loðnubrestur og þannig má áfram telja. Hefur verið í jafnvægi í tvö ár „Enginn hörgull á vondum tíðindum en þar til í febrúar hefur krónan verið mjög stöðug. Þar til nú. Rót vandans er náttúrlega ástandið vegna faraldursins. Hann hefur raskað þessu glettilega stöðuga jafnvægi sem verið hefur.“ Þessi er staðan á gjaldmiðlunum í dag. Krónan hefur fallið um eitt og hálft prósent. Norska krónan hefur hríðfallið sem og hin sænska gagnvart evru.Seðlabankinn Jafnvægið hefur byggt á kaupum inn- og útflytjenda á gjaldeyri úr sínum drjúgu sjóðum. Lífeyrissjóðir með kaupum á erlendum eignum, þeir sem eru að gera stærri fjárfestingar inn og út úr landinu, voru allir á því að gengið væri jafnvægisgengi. Ef eitthvað var stuggað við því kom hluti þessara aðila til sögunnar. Ef krónan styrktist, eða alltaf þegar evran var farinn að nálgast 135 krónur, gáfu fjárfestar á borð við lífeyrissjóðina í við gjaldeyriskaup og kipptu henni til baka eða inná þetta umrædda bil. Jón Bjarki útilokar ekki að fjársterkir aðilar séu að forða sínu fé í annan gjaldmiðil og úr landi. En þar virðist ekki um verulega háar upphæðir að ræða, hreyfingar á markaði hafa ekki verið þess lags.visir/baldur hrafnkell Þegar evran var komin í 142-3 krónur, eða við efri mörk þessa bils, þá voru alltaf einhverjir með tiltækan gjaldeyri sem sáu sér leik á borði með að fá meira fyrir krónurnar og þá leitaði krónan inn á þetta bil. „Svo nú, þegar kemur á daginn að það er að verða verulegur skellur fyrir ferðaþjónustuna, er komin röskun á þetta jafnvægi. Hvað tekur við er óvissa um að þessir aðilar sem ég hef nefnt eru ekkert lengur tilbúnir að koma til skjalanna á þessum kanti.“ Eru einhverjir að forða sínu í annan gjaldmiðil? Kenningar hafa verið uppi um að fjársterkir aðilar séu að forða fé sínu úr landi, koma því í var undan hinni kviku krónu. Jón Bjarki vill ekkert um það fjölyrða. „Gætu verið einhver brögð af því. Einhverjir sem hafa átt hlutabréfaeignir hafi verið að selja þær, kaupa gjaldeyri og fara með burt. En það virðast ekki vera stórar fjárhæðir,“ segir Jón Bjarki og bendir á að velta á markaði hafi ekki verið óeðlilega mikil, vissulega hreyfingar, en þessar krónuhreyfingar hafa verið í hóflegri veltu. „Gefum okkur að það sé ótiltekinn hópur af fjárfestum sem vill kaupa gjaldeyri en nánast enginn er tilbúin að selja hann. Það þarf ekki miklar upphæðir til að hreyfa gjaldeyrismarkaðinn. Þá verður hreyfingin stærri en ella. Getur endað með því að sami gjaldeyrinn fer að fara í hring á markaðinum, eins og gert er með heita kartöflu, enginn vill halda á henni. Markaðurinn okkar er svo lítill, millibankamarkaður sem nemur þremur milljónum evra, ein milljón evra sem hver banki skuldbindur sig til að selja eða kaupa á hverjum tíma. Seðlabankinn grípur inn í, ekki mjög vikur en gerir það ef upphæðirnar eru háar.“ Útgerðin hagnast um tugi milljarða Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur að undanförnu viljað taka kvótakerfið á dagskrá. Hann benti á, þegar krónan hafði fallið um 8 prósent hafi verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20 milljarða króna á ársgrundvelli. Hann gat sér þá réttilega til um að hún myndi falla meira á næstu dögum og vikum. „Í raun er heimurinn að loka mikilvægustu útflutningsgrein Íslendinga, ferðaþjónustuna. Það mun hafa afleiðingar. Akurey kemur til hafnar. Fyrirsjáanlegt er að útgerðin mun hagnast verulega á veikingu krónunnar.visir/vilhelm En fiskurinn er ekki að fara neitt, þrátt fyrir hörmungar vegna kórónavírusins mun fólk áfram þurfa að borða og ekkert sem bendir til verðfalls. Þegar evran fer í 150 kr., þar sem hún er í dag, eykst útflutningsverðmæti sjávarafurða um 45 milljarða króna frá því það var 2018. Ef evran fer í 165 kr. þá eykst verðmætið um 75 milljarða. Það fé mætti nýta til að draga úr skaðanum af falli túrismans.“ Gunnar Smári segir að því miður sé búið að einkavæða hafið og þessi bætti hagur renni fyrst og fremst til 10-12 fjölskyldna sem munu verða enn auðugri og enn valdameiri í samfélaginu, munu nýta bættan hag sinn til að kaupa upp það sem þær ekki þegar eiga í samfélaginu. Ýmis gjöld sjávarútvegs í gjaldeyri „Ef ekki verður lagður á gengishagnaðarskattur á útgerðina mun yfirstandandi kreppa færa okkur enn lengra inn í samfélagsgerð sem kalla mætti verstöð Samherja og félaga.“ Þetta er kannski önnur saga en í það minnsta er ljóst að ekki eru allir að tapa á falli krónunnar? Krónan, þetta smælki sem hefur verið svo undarlega stöðug undanfarin tvö árin. En, nú er hún að gefa eftir svo um munar.visir/vilhelm „Nei, nei, segir Jón Bjarki. „En það er mergurinn málsins með að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Hún er að gegna sínu hlutverki, sem hún hefur ekki alltaf gert, hún brest við svona skellum. Veiking hennar hjálpar útflutningsatvinnugreinum svo sem sjávarútvegi.“ Jón Bjarki segir það vanta inn í vangaveltur Gunnars Smára að sjávarútvegurinn hafi umtalsverð gjöld í gjaldeyri beint og óbeint, hlutur sjómanna er beintengdur söluverðinu, olíukostnaður og fjármögnun að verulegu leyti er líka í gjaldeyri. Veik króna kom fótum undir ferðaþjónustuna „Hlutfall erlends kostnaðar hjá sjávarútvegi er töluvert hærra en hjá ferðaþjónustunni. Þannig að lægra gengi hjálpar ferðaþjónustunni meira en sjávarútvegi. Þó við sjáum það ekki þessa dagana kemur að því að sá geiri tekur við sér, eftirspurn glæðist, við skulum vona að fólk hætti ekki að ferðast. Ég er einarður á þeirri skoðun að með tilkomu ferðaþjónustunnar sem helsta atvinnuvegar okkar, hafi þetta blessaða samband milli hagsveiflunnar og þess hvernig við njótum góðs af lægra gengi styrkst. Við njótum betur góðs af hóflegri gengishreyfingu en áður.“ Þannig má ekki gleyma því að það sem einkum varð til þess að koma fótum undir ferðaþjónustu á Íslandi var veik króna á árunum 2013 og 2014. Ísland var þá til þess að gera ódýrt ferðamannaland. „Afstaða fólks til þess hvernig það ver ráðstöfunarfé sínu hefur breyst. Það þykir eftirsóknarvert að upplifa Ísland sem er einstakt. Svoleiðis þættir hafa lagst með okkur og það á vonandi og væntanlega, ef við gefum okkur að hún styrkist ekki aftur þangað sem hún var, á okkar ferðaþjónusta eftir að vera hóflegri fyrir okkar ferðamenn á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki og flettir í gögnum sínum: „Já, gengisvísitalan er akkúrat 200 stig. Auðvelt að muna það.“ Ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið Þannig að þetta eru ekki alfarið slæmar fréttir? „Nei, alls ekki,“ segir Jón Bjarki. Hann nefnir að einhvers staðar sé skurðpunkturinn, sá skaði sem gengisfallið veldur, með verðbólguskoti fyrir heimilin og almennum hag í landinu, þar sem sá kostnaður verður meiri en ábati útflutningsatvinnuveganna. „En við erum ekkert komin þangað enn þá.“ Jón Bjarki nefnir að bæði þau hjá Seðlabankanum sem og Gylfi Zoega hagfræðingur hafi bent á að ef krónan veikist of mikið eru tæki og tól til að bregðast við af mun meiri krafti en gert hefur verið. „Hversu rólegir þeir hafa verið bendir til að þeir sjái þetta ekki sem mikinn skaða. Mest er um vert að verðbólgan fari ekki úr böndunum. Það væri vont ef traustið á hóflegri verðbólgu fari lönd og leið en líkur eru á að það gerist ekki. Þá er þetta lægra gengi að fara að hjálpa okkur til við að vinna úr stöðunni þegar þetta jafnar sig. Og við þurfum að fara að byggja upp á nýjan leik.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Fjármál Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Krónan heldur áfram að falla. Evran er komin í tæplega 155 krónur. Hún hefur sigið um 1,5 prósent gagnvart evru í dag. Frá áramótum hefur krónan fallið um tíu prósent. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka og hann segir þetta allrar athygli vert ekki síst ef litið er til þess að frá því að krónan tók veikingarsprett haustið 2018, seig þá um tíu prósent einnig á nokkrum mánuðum, hefur hún verið ótrúlega stöðug. Sem má heita merkilegt vegna þess að hér hefur hvert áfallið riðið yfir af öðru sem hefði átt að reyna á gjaldmiðilinn svo sem fall WoW, vandræði Icelandair með Max-þotur sínar, blikur á alþjóðlegum mörkuðum, loðnubrestur og þannig má áfram telja. Hefur verið í jafnvægi í tvö ár „Enginn hörgull á vondum tíðindum en þar til í febrúar hefur krónan verið mjög stöðug. Þar til nú. Rót vandans er náttúrlega ástandið vegna faraldursins. Hann hefur raskað þessu glettilega stöðuga jafnvægi sem verið hefur.“ Þessi er staðan á gjaldmiðlunum í dag. Krónan hefur fallið um eitt og hálft prósent. Norska krónan hefur hríðfallið sem og hin sænska gagnvart evru.Seðlabankinn Jafnvægið hefur byggt á kaupum inn- og útflytjenda á gjaldeyri úr sínum drjúgu sjóðum. Lífeyrissjóðir með kaupum á erlendum eignum, þeir sem eru að gera stærri fjárfestingar inn og út úr landinu, voru allir á því að gengið væri jafnvægisgengi. Ef eitthvað var stuggað við því kom hluti þessara aðila til sögunnar. Ef krónan styrktist, eða alltaf þegar evran var farinn að nálgast 135 krónur, gáfu fjárfestar á borð við lífeyrissjóðina í við gjaldeyriskaup og kipptu henni til baka eða inná þetta umrædda bil. Jón Bjarki útilokar ekki að fjársterkir aðilar séu að forða sínu fé í annan gjaldmiðil og úr landi. En þar virðist ekki um verulega háar upphæðir að ræða, hreyfingar á markaði hafa ekki verið þess lags.visir/baldur hrafnkell Þegar evran var komin í 142-3 krónur, eða við efri mörk þessa bils, þá voru alltaf einhverjir með tiltækan gjaldeyri sem sáu sér leik á borði með að fá meira fyrir krónurnar og þá leitaði krónan inn á þetta bil. „Svo nú, þegar kemur á daginn að það er að verða verulegur skellur fyrir ferðaþjónustuna, er komin röskun á þetta jafnvægi. Hvað tekur við er óvissa um að þessir aðilar sem ég hef nefnt eru ekkert lengur tilbúnir að koma til skjalanna á þessum kanti.“ Eru einhverjir að forða sínu í annan gjaldmiðil? Kenningar hafa verið uppi um að fjársterkir aðilar séu að forða fé sínu úr landi, koma því í var undan hinni kviku krónu. Jón Bjarki vill ekkert um það fjölyrða. „Gætu verið einhver brögð af því. Einhverjir sem hafa átt hlutabréfaeignir hafi verið að selja þær, kaupa gjaldeyri og fara með burt. En það virðast ekki vera stórar fjárhæðir,“ segir Jón Bjarki og bendir á að velta á markaði hafi ekki verið óeðlilega mikil, vissulega hreyfingar, en þessar krónuhreyfingar hafa verið í hóflegri veltu. „Gefum okkur að það sé ótiltekinn hópur af fjárfestum sem vill kaupa gjaldeyri en nánast enginn er tilbúin að selja hann. Það þarf ekki miklar upphæðir til að hreyfa gjaldeyrismarkaðinn. Þá verður hreyfingin stærri en ella. Getur endað með því að sami gjaldeyrinn fer að fara í hring á markaðinum, eins og gert er með heita kartöflu, enginn vill halda á henni. Markaðurinn okkar er svo lítill, millibankamarkaður sem nemur þremur milljónum evra, ein milljón evra sem hver banki skuldbindur sig til að selja eða kaupa á hverjum tíma. Seðlabankinn grípur inn í, ekki mjög vikur en gerir það ef upphæðirnar eru háar.“ Útgerðin hagnast um tugi milljarða Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur að undanförnu viljað taka kvótakerfið á dagskrá. Hann benti á, þegar krónan hafði fallið um 8 prósent hafi verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20 milljarða króna á ársgrundvelli. Hann gat sér þá réttilega til um að hún myndi falla meira á næstu dögum og vikum. „Í raun er heimurinn að loka mikilvægustu útflutningsgrein Íslendinga, ferðaþjónustuna. Það mun hafa afleiðingar. Akurey kemur til hafnar. Fyrirsjáanlegt er að útgerðin mun hagnast verulega á veikingu krónunnar.visir/vilhelm En fiskurinn er ekki að fara neitt, þrátt fyrir hörmungar vegna kórónavírusins mun fólk áfram þurfa að borða og ekkert sem bendir til verðfalls. Þegar evran fer í 150 kr., þar sem hún er í dag, eykst útflutningsverðmæti sjávarafurða um 45 milljarða króna frá því það var 2018. Ef evran fer í 165 kr. þá eykst verðmætið um 75 milljarða. Það fé mætti nýta til að draga úr skaðanum af falli túrismans.“ Gunnar Smári segir að því miður sé búið að einkavæða hafið og þessi bætti hagur renni fyrst og fremst til 10-12 fjölskyldna sem munu verða enn auðugri og enn valdameiri í samfélaginu, munu nýta bættan hag sinn til að kaupa upp það sem þær ekki þegar eiga í samfélaginu. Ýmis gjöld sjávarútvegs í gjaldeyri „Ef ekki verður lagður á gengishagnaðarskattur á útgerðina mun yfirstandandi kreppa færa okkur enn lengra inn í samfélagsgerð sem kalla mætti verstöð Samherja og félaga.“ Þetta er kannski önnur saga en í það minnsta er ljóst að ekki eru allir að tapa á falli krónunnar? Krónan, þetta smælki sem hefur verið svo undarlega stöðug undanfarin tvö árin. En, nú er hún að gefa eftir svo um munar.visir/vilhelm „Nei, nei, segir Jón Bjarki. „En það er mergurinn málsins með að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Hún er að gegna sínu hlutverki, sem hún hefur ekki alltaf gert, hún brest við svona skellum. Veiking hennar hjálpar útflutningsatvinnugreinum svo sem sjávarútvegi.“ Jón Bjarki segir það vanta inn í vangaveltur Gunnars Smára að sjávarútvegurinn hafi umtalsverð gjöld í gjaldeyri beint og óbeint, hlutur sjómanna er beintengdur söluverðinu, olíukostnaður og fjármögnun að verulegu leyti er líka í gjaldeyri. Veik króna kom fótum undir ferðaþjónustuna „Hlutfall erlends kostnaðar hjá sjávarútvegi er töluvert hærra en hjá ferðaþjónustunni. Þannig að lægra gengi hjálpar ferðaþjónustunni meira en sjávarútvegi. Þó við sjáum það ekki þessa dagana kemur að því að sá geiri tekur við sér, eftirspurn glæðist, við skulum vona að fólk hætti ekki að ferðast. Ég er einarður á þeirri skoðun að með tilkomu ferðaþjónustunnar sem helsta atvinnuvegar okkar, hafi þetta blessaða samband milli hagsveiflunnar og þess hvernig við njótum góðs af lægra gengi styrkst. Við njótum betur góðs af hóflegri gengishreyfingu en áður.“ Þannig má ekki gleyma því að það sem einkum varð til þess að koma fótum undir ferðaþjónustu á Íslandi var veik króna á árunum 2013 og 2014. Ísland var þá til þess að gera ódýrt ferðamannaland. „Afstaða fólks til þess hvernig það ver ráðstöfunarfé sínu hefur breyst. Það þykir eftirsóknarvert að upplifa Ísland sem er einstakt. Svoleiðis þættir hafa lagst með okkur og það á vonandi og væntanlega, ef við gefum okkur að hún styrkist ekki aftur þangað sem hún var, á okkar ferðaþjónusta eftir að vera hóflegri fyrir okkar ferðamenn á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki og flettir í gögnum sínum: „Já, gengisvísitalan er akkúrat 200 stig. Auðvelt að muna það.“ Ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið Þannig að þetta eru ekki alfarið slæmar fréttir? „Nei, alls ekki,“ segir Jón Bjarki. Hann nefnir að einhvers staðar sé skurðpunkturinn, sá skaði sem gengisfallið veldur, með verðbólguskoti fyrir heimilin og almennum hag í landinu, þar sem sá kostnaður verður meiri en ábati útflutningsatvinnuveganna. „En við erum ekkert komin þangað enn þá.“ Jón Bjarki nefnir að bæði þau hjá Seðlabankanum sem og Gylfi Zoega hagfræðingur hafi bent á að ef krónan veikist of mikið eru tæki og tól til að bregðast við af mun meiri krafti en gert hefur verið. „Hversu rólegir þeir hafa verið bendir til að þeir sjái þetta ekki sem mikinn skaða. Mest er um vert að verðbólgan fari ekki úr böndunum. Það væri vont ef traustið á hóflegri verðbólgu fari lönd og leið en líkur eru á að það gerist ekki. Þá er þetta lægra gengi að fara að hjálpa okkur til við að vinna úr stöðunni þegar þetta jafnar sig. Og við þurfum að fara að byggja upp á nýjan leik.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Fjármál Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira