Bað fólk að sýna samstöðu vegna röskunar á skólastarfi Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2020 17:08 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira