Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira