Innlent

Klettaskóla lokað vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmaður Klettaskóla greindist með kórónuveirusmit í dag. Skólanum hefur því verið lokað um óákveðinn tíma. 
Starfsmaður Klettaskóla greindist með kórónuveirusmit í dag. Skólanum hefur því verið lokað um óákveðinn tíma.  Vísir/Vilhelm

Skólahald í Klettaskóla mun falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni. 

Fram kemur í pósti sem sendur var á foreldra allra nemenda við skólann að foreldrar og starfsmenn þess bekkjar sem starfsmaðurinn starfaði í verði látnir vitu um þær ráðstafanir sem þarf að gera.Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann nemendum af öllu landinu.

Á morgun verður farið yfir stöðuna í skólanum með fulltrúum sóttvarnalæknis vegna framhaldsins. Tveimur skólum hefur þegar verið lokað vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni.

Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og verður hann lokaður til 23. mars vegna sömu ástæðna.


Tengdar fréttir

Loka Háteigsskóla í tvær vikur

Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×