Þekkingarsetur um matvælastarfsemi stofnað í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 12:15 Elliði Vignisson, sem er í fararbroddi í Ölfusi með uppbyggingu Þekkingarseturs í matvælastarfsemi, sem verður sett á laggirnar á næstu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin. Landbúnaður Ölfus Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin.
Landbúnaður Ölfus Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira