Þekkingarsetur um matvælastarfsemi stofnað í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 12:15 Elliði Vignisson, sem er í fararbroddi í Ölfusi með uppbyggingu Þekkingarseturs í matvælastarfsemi, sem verður sett á laggirnar á næstu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin. Landbúnaður Ölfus Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin.
Landbúnaður Ölfus Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira