Floyd Mayweather, hnefaleikakappinn öflugi, á um sárt að binda þessa daganna en í gærkvöldi var staðfest að annar fjölskyldumeðlimur hans hafi látist á innan við viku.
Fyrr í vikunni lést barnsmóðir hans en hún fannst látin í bíl í Kaliforníu þann 11. mars. Saman áttu þau Josie Harris og Mayweather þrjú börn saman.
Í gærkvöldi var svo tilkynnt að Roger Mayweather, þjálfari og frændi kappans, hafi látið lífið en hann lést 58 ára gamall.
Floyd Mayweather suffers second family loss in the space of a week as his uncle Roger Mayweather dies aged 58 https://t.co/tx2JSXDHT6
— MailOnline Sport (@MailSport) March 17, 2020
Áður en Roger gerðist hnefaleikaþjálfari þá barðist hann sjálfur en hann varð bæði veltivigtsmeistari og einnig meistari í fjaðurvigt.
Dánarorsök Roger hefur ekki verið gefin upp.
Roger Mayweather, uncle and trainer of Floyd Mayweather, has died, aged 58.
— BBC Sport (@BBCSport) March 17, 2020
More: https://t.co/BWWSJ0UZx5 pic.twitter.com/eFql4AXYkY