Ljóst að atvinnuleysi verði hátt út þetta ár og inn í það næsta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 12:24 Henný Hinz er hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Hagfræðingur hjá ASÍ á von á því að það fari að draga úr atvinnuleysi eftir aprílmánuð. Atvinnuleysi verði þó áfram þónokkuð út árið og inn í það næsta. Mikil stökkbreyting er á atvinnuleysi milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. Hagdeild ASÍ hefur gert greiningu á atvinnuleysistölum sem Vinnumálastofnunar birti í gær. Snúa tölurnar að atvinnuleysi í marsmánuði en fram kemur í greiningunni að atvinnuleysi meðal þeirra sem eru að fullu án atvinnu var 5,7% í mánuðinum. Hagfræðingur ASÍ segir tölurnar ógnvekjandi. „En ef við viljum reyna að draga fram það jákvæða í þeim þá er stór hluti af því fólki sem nú er án atvinnu þó á þessum hluta atvinnuleysisbótum sem þýðir að það er enn í virku ráðningasambandi við sinn atvinnurekanda,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ. Útlitið sé þó ekki gott. „Við sjáum það að spár og vísbendingar fyrir aprílmánuð líta ekki vel út og tölurnar sem við munum eiga von á að sjá þegar endanlegar atvinnuleysistölur fyrir apríl birtast er eitthvað sem við höfum aldrei sé hér áður í atvinnuleysistölum á Íslandi,“ sagði Henný. Hún greinir mikla stökkbreytingu á milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. „Atvinnuleysi jókst vissulega í kjölfar hrunsins en það tók lengri tíma og gerðist með allt öðrum hætti. Nú sjáum við risa stökk á milli mánaða sem er alveg án fordæma,“ sagði Henný. Hún á von á að eftir aprílmánuð fari að draga úr atvinnuleysi. „En það er alveg ljóst að atvinnuleysi hér verður hátt og mun hærra en við eigum að venjast út þetta ár og inn í það næsta,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17. apríl 2020 17:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hagfræðingur hjá ASÍ á von á því að það fari að draga úr atvinnuleysi eftir aprílmánuð. Atvinnuleysi verði þó áfram þónokkuð út árið og inn í það næsta. Mikil stökkbreyting er á atvinnuleysi milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. Hagdeild ASÍ hefur gert greiningu á atvinnuleysistölum sem Vinnumálastofnunar birti í gær. Snúa tölurnar að atvinnuleysi í marsmánuði en fram kemur í greiningunni að atvinnuleysi meðal þeirra sem eru að fullu án atvinnu var 5,7% í mánuðinum. Hagfræðingur ASÍ segir tölurnar ógnvekjandi. „En ef við viljum reyna að draga fram það jákvæða í þeim þá er stór hluti af því fólki sem nú er án atvinnu þó á þessum hluta atvinnuleysisbótum sem þýðir að það er enn í virku ráðningasambandi við sinn atvinnurekanda,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ. Útlitið sé þó ekki gott. „Við sjáum það að spár og vísbendingar fyrir aprílmánuð líta ekki vel út og tölurnar sem við munum eiga von á að sjá þegar endanlegar atvinnuleysistölur fyrir apríl birtast er eitthvað sem við höfum aldrei sé hér áður í atvinnuleysistölum á Íslandi,“ sagði Henný. Hún greinir mikla stökkbreytingu á milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. „Atvinnuleysi jókst vissulega í kjölfar hrunsins en það tók lengri tíma og gerðist með allt öðrum hætti. Nú sjáum við risa stökk á milli mánaða sem er alveg án fordæma,“ sagði Henný. Hún á von á að eftir aprílmánuð fari að draga úr atvinnuleysi. „En það er alveg ljóst að atvinnuleysi hér verður hátt og mun hærra en við eigum að venjast út þetta ár og inn í það næsta,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17. apríl 2020 17:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17. apríl 2020 17:06