Ljóst að atvinnuleysi verði hátt út þetta ár og inn í það næsta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 12:24 Henný Hinz er hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Hagfræðingur hjá ASÍ á von á því að það fari að draga úr atvinnuleysi eftir aprílmánuð. Atvinnuleysi verði þó áfram þónokkuð út árið og inn í það næsta. Mikil stökkbreyting er á atvinnuleysi milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. Hagdeild ASÍ hefur gert greiningu á atvinnuleysistölum sem Vinnumálastofnunar birti í gær. Snúa tölurnar að atvinnuleysi í marsmánuði en fram kemur í greiningunni að atvinnuleysi meðal þeirra sem eru að fullu án atvinnu var 5,7% í mánuðinum. Hagfræðingur ASÍ segir tölurnar ógnvekjandi. „En ef við viljum reyna að draga fram það jákvæða í þeim þá er stór hluti af því fólki sem nú er án atvinnu þó á þessum hluta atvinnuleysisbótum sem þýðir að það er enn í virku ráðningasambandi við sinn atvinnurekanda,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ. Útlitið sé þó ekki gott. „Við sjáum það að spár og vísbendingar fyrir aprílmánuð líta ekki vel út og tölurnar sem við munum eiga von á að sjá þegar endanlegar atvinnuleysistölur fyrir apríl birtast er eitthvað sem við höfum aldrei sé hér áður í atvinnuleysistölum á Íslandi,“ sagði Henný. Hún greinir mikla stökkbreytingu á milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. „Atvinnuleysi jókst vissulega í kjölfar hrunsins en það tók lengri tíma og gerðist með allt öðrum hætti. Nú sjáum við risa stökk á milli mánaða sem er alveg án fordæma,“ sagði Henný. Hún á von á að eftir aprílmánuð fari að draga úr atvinnuleysi. „En það er alveg ljóst að atvinnuleysi hér verður hátt og mun hærra en við eigum að venjast út þetta ár og inn í það næsta,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17. apríl 2020 17:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Hagfræðingur hjá ASÍ á von á því að það fari að draga úr atvinnuleysi eftir aprílmánuð. Atvinnuleysi verði þó áfram þónokkuð út árið og inn í það næsta. Mikil stökkbreyting er á atvinnuleysi milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. Hagdeild ASÍ hefur gert greiningu á atvinnuleysistölum sem Vinnumálastofnunar birti í gær. Snúa tölurnar að atvinnuleysi í marsmánuði en fram kemur í greiningunni að atvinnuleysi meðal þeirra sem eru að fullu án atvinnu var 5,7% í mánuðinum. Hagfræðingur ASÍ segir tölurnar ógnvekjandi. „En ef við viljum reyna að draga fram það jákvæða í þeim þá er stór hluti af því fólki sem nú er án atvinnu þó á þessum hluta atvinnuleysisbótum sem þýðir að það er enn í virku ráðningasambandi við sinn atvinnurekanda,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ. Útlitið sé þó ekki gott. „Við sjáum það að spár og vísbendingar fyrir aprílmánuð líta ekki vel út og tölurnar sem við munum eiga von á að sjá þegar endanlegar atvinnuleysistölur fyrir apríl birtast er eitthvað sem við höfum aldrei sé hér áður í atvinnuleysistölum á Íslandi,“ sagði Henný. Hún greinir mikla stökkbreytingu á milli mánaða ólíkt því sem sást í hruninu. „Atvinnuleysi jókst vissulega í kjölfar hrunsins en það tók lengri tíma og gerðist með allt öðrum hætti. Nú sjáum við risa stökk á milli mánaða sem er alveg án fordæma,“ sagði Henný. Hún á von á að eftir aprílmánuð fari að draga úr atvinnuleysi. „En það er alveg ljóst að atvinnuleysi hér verður hátt og mun hærra en við eigum að venjast út þetta ár og inn í það næsta,“ sagði Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17. apríl 2020 17:06 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17. apríl 2020 17:06