Viðskipti innlent

Kristinn frá Alcoa til Orku náttúrunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristinn Harðarson.
Kristinn Harðarson. Orka náttúrunnar

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar (ON).

Í tilkynningu kemur fram að Kristinn hafi starfað undanfarin fjórtán ár hjá álframleiðandanum Alcoa, lengst af sem framkvæmdastjóri álframleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli en einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar sem og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Frá 2019 starfaði Kristinn hjá Alcoa Corporation í Pittsburgh í Bandaríkjunum.

„Kristinn er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hann mun að auki útskrifast með MBA gráðu frá Háskóla Íslands nú í vor,“ segir í tilkynningunni.

Orka náttúrunnar á og rekur tvær jarðgufuvirkjanir, á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjun í Andakílsá í Borgarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×