Eurovision aflýst Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:36 Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið. Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira