Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 15:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57
Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31