Arnar Péturs og faðir hans bera sig vel með kórónuveiruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:18 Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hrósar framlínunni í almannavörnum í hástert. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira