Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 18:31 Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira