Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 20:32 Johnson forsætisráðherra útilokaði ekki að grípa til samkomu- eða útgöngubanns sem önnur ríki hafa beitt gegn faraldrinum þegar hann kynnti lokanir á skólum í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Áður hafði verið greint frá skólalokunum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. Johnson lýsti ákvörðuninni sem málamiðlun á fréttamannafundi í dag. Lokun skólanna gæti hjálpað til við hefta útbreiðslu veirunnar en hún gæti einnig haldið lykilstarfsfólki í samfélaginu frá vinnu. Því verða skólarnir enn látnir taka við börnum þeirra sem eru taldir vinna nauðsynleg störf, þar á meðal börnum heilbrigðisstarfsfólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rúmlega hundrað manns hafa látist í faraldrinum á Bretlandi og á þriðja þúsund greinst smituð til þessa. Faraldurinn er byrjaður að valda miklum usla og hefur ríkisstjórn Johnson verið gagnrýnd fyrir að vera seinni til viðbragða en margar aðrar þjóðir. Stærstu stórmarkaðir landsins hafa gripið til skammtana þar sem ekkert lát er á því að viðskiptavinir hamstri vörur. Reuters-fréttastofan segir að víða séu tómar hillur og langar raðir hafi myndast fyrir utan sumar verslanir. Yfirvöld og verslanirnar sjálfar hafa hvatt fólk til að hætta hamstri af tillitssemi við meðborgara sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Áður hafði verið greint frá skólalokunum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. Johnson lýsti ákvörðuninni sem málamiðlun á fréttamannafundi í dag. Lokun skólanna gæti hjálpað til við hefta útbreiðslu veirunnar en hún gæti einnig haldið lykilstarfsfólki í samfélaginu frá vinnu. Því verða skólarnir enn látnir taka við börnum þeirra sem eru taldir vinna nauðsynleg störf, þar á meðal börnum heilbrigðisstarfsfólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rúmlega hundrað manns hafa látist í faraldrinum á Bretlandi og á þriðja þúsund greinst smituð til þessa. Faraldurinn er byrjaður að valda miklum usla og hefur ríkisstjórn Johnson verið gagnrýnd fyrir að vera seinni til viðbragða en margar aðrar þjóðir. Stærstu stórmarkaðir landsins hafa gripið til skammtana þar sem ekkert lát er á því að viðskiptavinir hamstri vörur. Reuters-fréttastofan segir að víða séu tómar hillur og langar raðir hafi myndast fyrir utan sumar verslanir. Yfirvöld og verslanirnar sjálfar hafa hvatt fólk til að hætta hamstri af tillitssemi við meðborgara sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42