„Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 11:03 Maður sótthreinsar rútu í Kenía. Vísir/AP Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28
Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59
Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16