Erlent

35 látnir af völdum CO­VID-19 á sama hjúkrunar­heimilinu í Banda­ríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Life Care Center er að finna í Kirkland, rétt norður af Seattle.
Life Care Center er að finna í Kirkland, rétt norður af Seattle. EPA

35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. Bandarískir fjölmiðar segja ástæðuna líklega vera þá að starfsmenn hafi einhverjir haldið áfram að mæta í vinnuna þrátt fyrir að hafa verið veikir.

Seattle Times segir frá því að á hjúkrunarheimilinu Life Care Center í Kirkland, skammt frá Seattle, hafi 81 íbúi smitast af veirunni og 35 látist. Alls telja íbúarnir 120.

LIfe Care Center í Kirkland.EPA

Af þeim 150 sem til þessa hafa látið lífið af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum eru 65 í Washington-ríki.

Smitvarnastofnun Bandaríkjanna CDC hafa rannsakað málið og komist að því að sumir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu hafi mætt til vinnu þrátt fyrir veikindi. Auk þess hafi margir starfsmannanna unnið á fleiri hjúkrunarheimilum en þessu til að þéna nóg.

„Þau þurftu á peningunum að halda. Eru ekki með rétt á veikindadögum, þekkja ekki einkennin eða neitaði fyrir því að vera veikt,“ sagði Jeff Duchin, yfirmaður heilbrigðisyfirvalda á staðnum.

Hann segir auk þess að stjórnendur hjúkrunarheimilisins hafi heldur ekki gert sig grein fyrir alvarleika útbreiðslu veirunnar og brugðist of seint við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×