Var farinn að vona að Eurovison yrði frestað Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 12:15 Daði var á línunni frá Berlín í morgun. „Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
„Við vorum búin að gera okkur grein fyrir því að þetta væri svolítill möguleiki enda var búið að tala nokkuð mikið um þetta,“ segir Daði Frey í samtali við þá Gulla Helga og Heimi Karlsson í Bítinu í morgun. Þá var hann staddur í Berlín þar sem hann býr ásamt eiginkonu og barni. Í gær kom í ljós að búið væri að aflýsa Eurovision og því fer Daði Freyr og Gagnamagnið ekki út fyrir Íslands hönd til að flytja lagið Think about things í Rotterdam. „Maður var í raun meira að vona að keppninni yrði frestað en þetta er bara eins og það er og ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag og ég er að koma frekar vel út úr þessu.“ Daða var spáð mjög góðu gengi í keppninni í ár og var á tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum. Keppnin verður haldin í Rotterdam að ári en spurningin hvort Daði komi fram fyrir Íslands hönd er ósvarað. „Ég geri ekki ráð fyrir því og veit ekki hvernig þetta verður gert. Það er bara eitthvað sem RÚV ákveður. Ég hef ekki fengið staðfestingu á neinu og í raun veit ég bara það sama og aðrir, það sem kemur fram í tilkynningu frá Eurovision.“ Hann segir að fjárhagslega tjónið í þessu sé eitthvað. Eitthvað fjárhagslegt tjón „Maður er búinn að setja smá í þetta og aðallega tíma sem ég lagði í þetta atriði. En ég er búinn að fá rosalega mikið út úr þessu og hef því ekkert allt of miklar áhyggjur og þetta borgaði sig alveg að taka þátt í þessu. Þetta er orðið allt annar leikvöllur fyrir mig núna. Ég er meira spilaður í Þýskalandi og Svíþjóð heldur en á Íslandi,“ segir Daði sem fær hálfa krónu á hverja spilun á Spotify. „Þetta er ekkert að gera mann moldríkan en eitthvað ágætis auka.“ Hann segir að í Berlín sé verið að loka öllu vegna kórónuveirunnar. „Það er búið að loka öllum börum og kaffihúsum en síðan á að fara lokum flestum búðum um helgina. Maður gengur inn að aftan í strætó og svona en maður sér úti að fólk er mismeðvitað um stöðuna,“ segir Daði sem hefur ekki ákveðið sig hvort hann sendi aftur inn lag í Söngvakeppnina í haust.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16 Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44 Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43 Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Eurovisionaðdáendur krýna Daða sigurvegara keppninnar Tilkynnt var í dag að Eurovision keppnin yrði ekki haldin í ár vegna kórónuveirufaraldursins en Eurovisionaðdáendur hafa leitað á samfélagsmiðla til að kalla eftir því að Daði og Gagnamagnið vinni keppnina sjálfkrafa. 18. mars 2020 18:16
Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“ Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 15:44
Liggur ekki fyrir hvort Daði keppi fyrir Íslands hönd 2021 „Okkar viðbrögð eru bara að við erum jafn leið yfir þessu og aðrir og höfum séð yfirlýsinguna frá EBU eins og aðrir.“ 18. mars 2020 14:43
Eurovision aflýst Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. 18. mars 2020 13:36