Hótaði að éta andlit fyrrverandi kærustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2020 13:30 Frá útisvæði í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem karlmaðurinn var í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Karlmaður með brotaferil á bakinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir hótanir gegn fyrrverandi kærustu sinni og líkamsárás á mann sem hann segist hafa talið að kærastan væri að halda fram hjá honum með. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot en hann var stöðvaður við akstur undir áhrifum. Var refsingin metin átján mánuðir af því að maðurinn rauf skilorð á fyrri dómi upp á eins árs fangelsi. Maðurinn játaði umferðarlagabrot sitt annars vegar og hins vegar brot gegn nálgunarbanni. Hann neitaði sök í öðrum ákæruliðum. Athygli vekur að karlmaðurinn var dæmdur fyrir hótanir í garð kærustunnar að henni fjarstaddri. Af dómnum má ráða að karlmaðurinn og konan sem hann hótaði hafi hætt saman í mars eða apríl 2019. Líkamsárásin sem hann var dæmdur fyrir átti sér stað á bílastæðinu við Bónus í Lóuhólum þann 6. mars 2019. Sló hann karlmann tvisvar í andlitið með krepptum hnefa, annars vegar í munn og hins vegar höku. Maðurinn var ósáttur við að konan væri að halda fram hjá honum með umræddum manni. Hótanir í smáskilaboðum Þá var maðurinn ákærður fyrir hótanir í garð konunnar í febrúar 2019 með SMS-skilaboðum. Þá voru þau enn par. A er maðurinn sem hann taldi konuna, B, vera að halda fram hjá sér með. 1. „eg hóta ekki hlutum eg geri tá vertu ekki að hringja út um allan bæ og bulla tetta shit” 2. „eg vara tig vid, tu ert ekki tad sem eg og minir vilja hitta” 3. „nei ég mun meida tig B vertu ekki að nálgast mig eg er ekki að fokking grínast tu gerdir mig ad algjoru fiffli” 4. „haltu tig bara vid A og co tu ert ekkiá vinsældarlistanum hjá minum og tad heimskulegasta sem þú getur gert er að birtast hja okkur” 5. „eg læt ekki bjoda mer tetta gerdu sjalfri ter greida vertu bara med astinni tinni honum A tid viljid ekki mæta mer nuna eg a eftir ad skada ræfla eins og ykkur til frambudar“ Var hann sakfelldur fyrir hótanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í september 2019. Landsréttur taldi hins vegar ósannað að orðin hefðu vakið ótta hjá konunni en fyrir lá að hún var á leiðinni til hans þrátt fyrir þessi skilaboð í snjallsíma. Hótaði að éta andlit konunnar Karlmaðurinn var hins vegar sakfelldur bæði í héraði og Landsrétti fyrir aðrar hótanir í lok mars 2019 og apríl sama ár. Þann 31. mars hótaði hann konunni lífláti með SMS-skilaboðum sem í stóð: 1. „þú ert dauð núna" 2. „það er engin lögga að fara að vernda það að ég drepi þig núna" Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir hótanir í fangelsinu á Hómsheiði fyrir að hafa hótað að éta andlit konunnar og drepa hana. Konan sjálf heyrði ekki ummælin en þau voru sögð í viðurvist lögreglumanna. „Feisið mig tussur“ Maðurinn játaði að hafa brotið nálgunarbann með því að hafa sent konunni skilaboð í lok maí 2019. Var honum á þeim tíma bannað að nálgast konuna á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Skilaboðin voru eftirfarandi: 1. „mannleisur“ 2. „sama sem aumingjar af tvi ad tu skilur ekki mællt mal hahaha“ 3. „aular ræflar vesalingar skitur hringid aftur i lögguna fokking ræflar tad er tad eina sem tid getit !!!!“ 4. „tid munid tad kanski næst ad starta ekki tvi sem tid ráðid ekki vid fokking pikur eg er buin ad vera i klefa i 3 manudi ut af horu skapnum tinum nu tarf eg ad borga ykkur tad“ og sömuleiðis: 1. „Tid erud svo mikid krutt voru tid ad klaga i lögguna aftur hahaha“ 2. „mig langar i slagsmal vid ykkur aulana endilega tori tid tvi og mælum okkur mot“ 3. „leifid mer ad svara fyrir tennan vidbjod sem tid gerdud mer“ 4. „hafid tid virkilega ekki þor i ad hitta mig og taka ábyrgð á ykkar gjörðum gagnvart mer ætlid tid bara ad fela ykkur bakvid lögguna tad sem eftir er reinid ad manna ykkur upp og feisid mig tussur“ 5. „tad kemur sá dagur sem tid mætid mer hafid eingar áhyggjur af tvi ad tid sleppid frá mer tad mun aldrei gerast hahaha“ 6. „ógedid og vidbjodurinn sem tu hefur gert mer ta finnst mer best ad eg endadi sem vondi gæjinn“ 7. „mer er skit sama eg hlakka bara til ad berja ykkur“ Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 726 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann réðst á fyrir utan Bónus 100 þúsund krónur í bætur. Hann þarf auk þess að greiða laun verjanda síns, upp á tæpa eina og hálfa milljón króna, og hvoru fyrir sig 150 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ekki kom fram í fyrri útgáfu að maðurinn hefði rofið skilorð. Dómsmál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Karlmaður með brotaferil á bakinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir hótanir gegn fyrrverandi kærustu sinni og líkamsárás á mann sem hann segist hafa talið að kærastan væri að halda fram hjá honum með. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot en hann var stöðvaður við akstur undir áhrifum. Var refsingin metin átján mánuðir af því að maðurinn rauf skilorð á fyrri dómi upp á eins árs fangelsi. Maðurinn játaði umferðarlagabrot sitt annars vegar og hins vegar brot gegn nálgunarbanni. Hann neitaði sök í öðrum ákæruliðum. Athygli vekur að karlmaðurinn var dæmdur fyrir hótanir í garð kærustunnar að henni fjarstaddri. Af dómnum má ráða að karlmaðurinn og konan sem hann hótaði hafi hætt saman í mars eða apríl 2019. Líkamsárásin sem hann var dæmdur fyrir átti sér stað á bílastæðinu við Bónus í Lóuhólum þann 6. mars 2019. Sló hann karlmann tvisvar í andlitið með krepptum hnefa, annars vegar í munn og hins vegar höku. Maðurinn var ósáttur við að konan væri að halda fram hjá honum með umræddum manni. Hótanir í smáskilaboðum Þá var maðurinn ákærður fyrir hótanir í garð konunnar í febrúar 2019 með SMS-skilaboðum. Þá voru þau enn par. A er maðurinn sem hann taldi konuna, B, vera að halda fram hjá sér með. 1. „eg hóta ekki hlutum eg geri tá vertu ekki að hringja út um allan bæ og bulla tetta shit” 2. „eg vara tig vid, tu ert ekki tad sem eg og minir vilja hitta” 3. „nei ég mun meida tig B vertu ekki að nálgast mig eg er ekki að fokking grínast tu gerdir mig ad algjoru fiffli” 4. „haltu tig bara vid A og co tu ert ekkiá vinsældarlistanum hjá minum og tad heimskulegasta sem þú getur gert er að birtast hja okkur” 5. „eg læt ekki bjoda mer tetta gerdu sjalfri ter greida vertu bara med astinni tinni honum A tid viljid ekki mæta mer nuna eg a eftir ad skada ræfla eins og ykkur til frambudar“ Var hann sakfelldur fyrir hótanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í september 2019. Landsréttur taldi hins vegar ósannað að orðin hefðu vakið ótta hjá konunni en fyrir lá að hún var á leiðinni til hans þrátt fyrir þessi skilaboð í snjallsíma. Hótaði að éta andlit konunnar Karlmaðurinn var hins vegar sakfelldur bæði í héraði og Landsrétti fyrir aðrar hótanir í lok mars 2019 og apríl sama ár. Þann 31. mars hótaði hann konunni lífláti með SMS-skilaboðum sem í stóð: 1. „þú ert dauð núna" 2. „það er engin lögga að fara að vernda það að ég drepi þig núna" Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir hótanir í fangelsinu á Hómsheiði fyrir að hafa hótað að éta andlit konunnar og drepa hana. Konan sjálf heyrði ekki ummælin en þau voru sögð í viðurvist lögreglumanna. „Feisið mig tussur“ Maðurinn játaði að hafa brotið nálgunarbann með því að hafa sent konunni skilaboð í lok maí 2019. Var honum á þeim tíma bannað að nálgast konuna á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Skilaboðin voru eftirfarandi: 1. „mannleisur“ 2. „sama sem aumingjar af tvi ad tu skilur ekki mællt mal hahaha“ 3. „aular ræflar vesalingar skitur hringid aftur i lögguna fokking ræflar tad er tad eina sem tid getit !!!!“ 4. „tid munid tad kanski næst ad starta ekki tvi sem tid ráðid ekki vid fokking pikur eg er buin ad vera i klefa i 3 manudi ut af horu skapnum tinum nu tarf eg ad borga ykkur tad“ og sömuleiðis: 1. „Tid erud svo mikid krutt voru tid ad klaga i lögguna aftur hahaha“ 2. „mig langar i slagsmal vid ykkur aulana endilega tori tid tvi og mælum okkur mot“ 3. „leifid mer ad svara fyrir tennan vidbjod sem tid gerdud mer“ 4. „hafid tid virkilega ekki þor i ad hitta mig og taka ábyrgð á ykkar gjörðum gagnvart mer ætlid tid bara ad fela ykkur bakvid lögguna tad sem eftir er reinid ad manna ykkur upp og feisid mig tussur“ 5. „tad kemur sá dagur sem tid mætid mer hafid eingar áhyggjur af tvi ad tid sleppid frá mer tad mun aldrei gerast hahaha“ 6. „ógedid og vidbjodurinn sem tu hefur gert mer ta finnst mer best ad eg endadi sem vondi gæjinn“ 7. „mer er skit sama eg hlakka bara til ad berja ykkur“ Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 726 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann réðst á fyrir utan Bónus 100 þúsund krónur í bætur. Hann þarf auk þess að greiða laun verjanda síns, upp á tæpa eina og hálfa milljón króna, og hvoru fyrir sig 150 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ekki kom fram í fyrri útgáfu að maðurinn hefði rofið skilorð.
Dómsmál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira