Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 15:43 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira