Hvetur fólk til þess að klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki annað kvöld Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 18:17 Kamilla Ósk Heimisdóttir fékk hugmyndina eftir að hafa séð sambærilegt framtak í Portúgal. Hún vonar að sem flestir taki þátt. Vísir/Getty Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Yfir 4.500 manns hafa boðað þátttöku sína í svokölluðu hópklappi fyrir heilbrigðisstarfsfólk annað kvöld klukkan 19 og rúmlega tvö þúsund lýst yfir áhuga. Á viðburðinum „Ísland klappar fyrir heilbrigðisstarfsfólki“ getur fólk boðað þátttöku sína. „Heilbrigðisstarfsfólkið í landinu okkar á svo sannarlega hrós skilið fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem það hefur unnið núna síðustu vikur. Því ætlum við öll að taka önnur lönd til fyrirmyndar að klappa og þakka þeim fyrir,“ segir í lýsingu viðburðarins. Fólk er hvatt til þess að klappa hvar sem það er statt á landinu og sýna þannig heilbrigðis- og öryggismálastarfsfólki þakklæti. Sambærilegur viðburður fór fram á Tenerife í vikunni og sagði Íslendingur á svæðinu að augnablikið hafi verið afar fallegt. Sjá einnig: Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi Kamilla Ósk Heimisdóttir, skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hugmyndina hafa komið eftir að sambærilegur viðburður fór fram í Portúgal. „Ég sá þetta fyrst hjá frænda mínum sem býr úti í Portúgal, þar sem þau voru að gera þetta. Mér fannst þetta svo ótrúlega skemmtilegt að mig langaði að prófa að athuga hvernig væri tekið í þetta hér, og þetta gekk bara svona ótrúlega vel.“ Hún segist vona að sem flestir taki þátt. Það skipti engu máli hvar fólk sé á landinu. „Ég vona bara að sem flestir taki þátt og fari út á svalir hjá sér eða hvar sem það er statt og klappi þannig allt heilbrigðisstarfsfólk heyri það, hvar sem það er,“ segir Kamilla en áætlaður tími er um það bil mínúta. „Mínútu eða tvær mínútur, eins lengi og fólk nennir.“ Hér að neðan má hlusta á viðtal við Kamillu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gæsahúðarmóment þegar heilbrigðisstarfsmenn voru hylltir í óvissuástandi 16. mars 2020 17:08 Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20 Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. 18. mars 2020 17:20
Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio til að létta lund á tímum kórónunnar. 14. mars 2020 15:00