„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 21:45 Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira