Lukaku fékk reiðilestur frá Conte | „Hvað varstu að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2020 21:30 Romelu Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Inter. vísir/getty Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku. Ítalski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira
Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku.
Ítalski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Sjá meira