Körfubolti

Borche: Skiptir máli hvernig þú tapar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Borche er áhyggjufullur.
Borche er áhyggjufullur. vísir/bára

„Þetta jólafrí fór ekki vel í okkur. Leikurinn fór ekki eins og við ætluðum. Njarðvík spilaði af meiri krafti. Við töpuðum frákastabaráttunni og þeir voru með miklu fleiri stoðsendingar,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, eftir tapið í Njarðvík, 88-64.

ÍR-ingar töpuðu frákastabaráttunni, 49-28, og urðu undir í slagnum í leiknum í kvöld.

„Við þurfum að horfa í spegil. Við verðum að spila af krafti. Þessi frammistaða í kvöld, og gegn Keflavík í síðustu umferð, gefur ekkert. Við þurfum að breyta einhverju,“ sagði Borche.

„Við verðum að berjast og spila af meiri krafti. Það hefur vantað í síðustu tveimur leikjum.“

Borche segist hafa áhyggjur af sínu liði eftir tvö slæm töp í röð.

„Ég er áhyggjufullur. Ég segi alltaf við mína menn að það er ekkert vandamál að tapa. Það skiptir hins vegar máli hvernig þú gerir það,“ sagði Borche að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×