Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 23:21 Ekki kemur fram í færslu lögreglunnar um hvaða kappleiki á höfuðborgarsvæðinu smitin gætu tengst. Margir Eyjamenn lögðu hins vegar leið sína í Laugardalshöll til að sjá sína menn leggja Stjörnuna í bikarúrslitaleik 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví eftir að einn úr þjálfaraliðinu greindist smitaður innan við viku eftir leikinn. Vísir/Daníel Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41