Fótbolti

Klopp hugsar um leikmennina allan daginn og einnig í svefni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp ræðir við leikmenn sína og hvetur þá til dáða í Meistaradeildarleik gegn Atletico fyrr í mánuðinum.
Klopp ræðir við leikmenn sína og hvetur þá til dáða í Meistaradeildarleik gegn Atletico fyrr í mánuðinum. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er þekktur fyrir náið samband með sínum leikmönnum og í hlaðvarpsviðtali á dögunum greindi hann frá því að leikmenn hans eiga huga hans allan daginn og í raun líka þegar hann sefur.

Sá þýski hefur gert magnaða hluti á Anfield frá því að hann kom til félagsins. Liðið hefur unnið Meistaradeildina og er á góðri leið með að verða enskur meistari í vor.

Vegna pásunnar í enska boltanum vegna kórónuveirunnar var Klopp fengið í viðtal í hlaðvarpsþættinum JD's In The Duffle Bag þar sem farið var yfir víðan völl.

„Fyrir utan það að sofa, þá hugsa ég allan daginn, örugglega einnig þegar ég sef, um þessa drengi. Ég vil það ekki en það eru bara svo margar upplýsingar sem þú ert að meðtaka,“ sagði Klopp.

„Fyrir mér er mikilvægasti hluturinn fyrir leikmann að vera í sem bestu formi þegar það gildir og við gerum það með þolþjálfun, æfingum og taktískum æfingum. Síðan fara þeir heim og þá kemur upp önnur staða.“

„Þá tekur við venjuleg líf þeirra en það hefur áhrif á frammistöðu þeirra. Ég þykist ekki vera forvitinn heldur er ég forvitinn. Það er mikilvægt að þekkja þá sem þú ert að vinna með og þú þarft að vita afhverju einhver er svo ákveðinn og áhugasamur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×