Notum menntamilljarðana núna Jón Jósafat Björnsson skrifar 20. mars 2020 17:00 Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun