Íslenskt ferðasumar Brynjólfur Stefánsson skrifar 21. mars 2020 08:00 Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenskt hagkerfi hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er orðin stór hluti af daglegu lífi okkar. Þessi þróun hefur auðgað tilveru okkar Íslendinga svo um munar, gert mannlífið fjölbreyttara og fært okkur aðeins nær stærri menningarsvæðum. Ferðaþjónustan er byggð upp af frumkvöðlum sem af óbilandi þrautseigju hafa nýtt nótt sem nýtan dag til að byggja upp fyrirtæki sín og lagt allt að veði til að gera heimsókn til Íslands áhugaverða og skemmtilega. Flugframboð til allra horna heimsins er langt umfram það sem hægt væri að búast við fyrir örfáar hræður á eyju lengst norður í Atlantshafi. Kaffihús, veitingastaðir og skemmtistaðir, hvort sem þau eru í miðbæ Reykjavíkur eða á Austfjörðum, eru orðin hversdagslegur hluti af tilveru okkar. Við getum notið áhugaverðrar gistingar eða dýft okkur í heita laug í óviðjafnanlegu útsýni nánast um allt land. Aukið aðgengi að íslenskum náttúrperlum og í sumum tilfellum aðgengi að stöðum sem voru ófærir áður, hafa gert okkur kleift að sjá landið í nýju ljósi. Ferðaþjónustuaðilar hafa byggt upp aðstöðu og aðgengi að stöðum sem langstærstur hluti landsmanna hefði annars aldrei haft möguleika á að skoða hvort sem það eru hraunhellar eða undirheimar jökulbreiða. Mörg þessara fyrirtækja væru líklega ekki í rekstri ef að fjölgun ferðamanna hefði ekki komið til og við værum fátækari fyrir vikið. Á þessum fordæmalausu tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar er hætta á að rekstrargrundvöllur margra ferðaþjónustufyrirtækja versni hratt. Hver áhrif veirunnar verða á endanum er erfitt að segja til um. Þegar kórónaveiran er gengin yfir er vonandi hægt að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega mun þó faraldurinn hafa einhverjar langtímabreytingar í för með sér. Mörg þessara fyrirtækja róa nú lífróður vegna þess algjörra hruns eftirspurnar sem er von á og er því líklegt að atvinnuleysi og gjaldþrot eigi eftir að aukast. Því væri vel til fundið að við hefðum það hugfast að ekkert af þeirri þjónustu sem við njótum í dag er sjálfsögð. Nýtum okkur veitinga- og kaffihúsin að því leyti sem það er hægt á tímum sóttkvíar t.d. með heimsendingum. Gerum ráð fyrir að ferðast innanlands í sumar og skoðum hvali og hella þegar samkomubanninu verður aflétt. Gistum á innlendum hótelum, nýtum sérþekkingar leiðsögumanna á staðháttum, bókum skoðunarferðir og gerum ráð fyrir að borga meira fyrir kleinuna á kaffihúsi úti á landi þó svo að hún sé miklu ódýrari í næstu lágvöruverslun. Þó svo að innlend eftirspurn eigi kannski ekki eftir að koma í staðinn fyrir fallið í komu erlendra ferðamanna, gæti þó verið að hún stuðli að því að sum ferðaþjónustufyrirtækin komist yfir versta hjallinn. Í versta falli njótum við þeirra gæða sem milljónir erlendra ferðamanna borga háar fjárhæðir til að upplifa hérna á Ísland. Í besta falli hjálpum við einhverjum fyrirtækjum yfir versta hjallann og tryggjum að þau haldi áfram að auðga mannlífið á Íslandi. Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun