Fólk ýjaði að því að ég gerði ekki það sem væri barninu mínu fyrir bestu Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 22:00 Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli. VÍSIR/BÁRA Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55