Innlent

Kennari í Grunnskóla Vestmannaeyja greindist með kórónuveirusmit

Andri Eysteinsson skrifar
Ellefu smit hafa greinst í Vestmannaeyjum.
Ellefu smit hafa greinst í Vestmannaeyjum. Getty/Bernd von Jutrczenka

Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 og eru alls 282 Eyjamenn í sóttkví, þar á meðal bæjarstjórinn Íris Róbertsdóttir.

Í yfirlýsingu frá aðgerðastjórn Vestmannaeyja segir að nýjasta smitið varði kennara í Grunnskóla Vestmannaeyja og séu því allir nemendur í 1. – 4. bekk skólans auk starfsfólks hans í svokölluðu úrvinnslukví. Árgangur 2007 í bænum er þá einnig í úrvinnslukví á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr rannsóknum sýna en hafa þau nær öll reynst neikvæð.

Tilfellin hafa öll komið fram síðan á sunnudag en í yfirlýsingu aðgerðastjórnar segir að mikilvægt sé að spyrnt sé kröftuglega við fótum. Íbúar Vestmannaeyja eru því hvattir til að halda sig heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×