Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 09:02 Frá Times Square í New York í gær, 20. mars. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldri kórónuveiru af ríkjum Bandaríkjanna. Vísir/getty Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42
35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07
Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00