Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 12:39 Páll Matthíasson Vísir/Egill Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira