Samstaða og þrautseigja í skóla- og frístundastarfi Skúli Helgason skrifar 21. mars 2020 14:47 Nú er að ljúka fyrsta vikunni í nýju skipulagi skóla- og frístundastarfs í borginni eftir að samkomubann tók gildi. Leikskólar og grunnskólar ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eru flestir opnar en starfið takmarkast af fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar. Nýting tækninnar kemur sér vel Ýmsir skólar eru farnir að nýta sér tæknina við fjarkennslu í ljósi aðstæðna, t.d. Háteigsskóli þar sem allir nemendur vinna skv. áætlun og eru í beinu sambandi við sinn umsjónarkennara daglega í gegnum fjarfundabúnað og á unglingastigi er haldið úti kennslustundum með aðstoð tækninnar. Kennarar hafa beitt mikilli hugmyndagleði við að útfæra fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og tengt bæði við daglegt líf þeirra og hefðbundin fræði skólabókanna. Teymisvinna kennara og starfsfólks í skólunum er mikil og kennarar eru margir hverjir í óðaönn að læra á ýmsan tæknibúnað sem gerir þeim kleift að fylgjast með námsframvindu og líðan nemenda. Rafrænum fundum hefur fjölgað til mikilla muna og allt skipulag samvinnu hefur tekið miklum breytingum. Í takt við tilmælin Skóla- og frístundastarf er í eðli sínu félagsleg fjöldasamkoma en nú hafa stjórnendur, kennarar og starfsfólk lyft grettistaki á mettíma við að breyta öllu skipulagi og starfseminni til að tryggja sem mest öryggi barna og fullorðinna – og laga að gjörbreyttum aðstæðum. Mikilvægt leiðarljós er að reyna sem kostur er að halda stöðugleika í starfseminni ekki síst hjá yngstu börnunum, nýta tækifærin til að eiga samskipti við félagana á sama tíma og glímt er við menntandi viðfangsefni. Unnið er samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar með áherslu á aukin þrif og sótthreinsun bygginga að loknum skóla- og frístundadegi. Í nokkrum starfsstöðvum hefur þurft að grípa til lokunar til að hefta frekari útbreiðslu COVID-19. Frístundaheimili halda úti eins miklu starfi og kostur er miðað við fyrirskipaðar takmarkanir. Starfið er skipulagt í samstarfi við viðkomandi grunnskóla og þeir hópar sem eru saman í skólanum halda áfram að vera saman í frístundaheimilinu þá daga sem börnin eru í skólanum. Takmarkanir á hópastærðum Börn,unglingar og foreldrar eru upplýstir um hópaskiptinguna og opnun fyrir hvern hóp. Aldrei eru fleiri en 20 börn í hverjum hópi og hver hópur hefur eitt rými til umráða hverju sinni. Leikskólar starfa að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum, 4-6 börn, og aðskilin eins og kostur er. Hver deild er skilgreind sem sóttvarnahólf þ.e. börn og starfsfólk deildarinnar – en börnin koma ekki alla daga svo hægt sé að vinna með litla hópa og aðskilin. Jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Leikskólarnir eru nú opnir frá kl. 8:00 til kl. 16:15. Almennt er fylgt þeirri meginlínu að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina og að systkini fylgist að. Leikskólarnir sýna líka hugmyndaauðgi við óvenjulegar aðstæður og þannig greip Leikskólinn Rauðhóll í Árbænum til þess ráðs í vikulokin að streyma á netinu skemmtilegri söngstund þannig að þeir krakkar sem voru heima þann daginn gætu líka notið og tekið þátt. Mikilvæg skilaboð til foreldra Ég vil nefna sem mikilvæga ábendingu til foreldra að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr eða koma í veg fyrir smit er að halda barnahópum aðgreindum jafnt innan skóla sem utan og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hafi það í huga varðandi samskipti barna þeirra við vini og félaga eftir skóla. Þar er tryggast að fylgja sama skipulagi og í skólanum, þ.e. að börnin eigi fyrst og fremst samskipti við félaga á sömu deild (í leikskólum) eða í sama bekk (í grunnskólum/frístundastarfi). Þannig náum við mestum árangri í að draga úr útbreiðslu faraldursins. Í stórum dráttum gengur skipulagið í skóla- og frístundastarfinu mjög vel miðað við aðstæður og er full ástæða til að hrósa starfsfólki, börnum, og foreldrum fyrir mikinn skilning, velvilja og þrautseigju við þessar óvenjulegu aðstæður. Við munum örugglega aldrei gleyma þessum vikum en það er gott að finna samstöðuna um land allt – við förum í gegnum þetta saman og stöndum sterkari á eftir! Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú er að ljúka fyrsta vikunni í nýju skipulagi skóla- og frístundastarfs í borginni eftir að samkomubann tók gildi. Leikskólar og grunnskólar ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eru flestir opnar en starfið takmarkast af fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar. Nýting tækninnar kemur sér vel Ýmsir skólar eru farnir að nýta sér tæknina við fjarkennslu í ljósi aðstæðna, t.d. Háteigsskóli þar sem allir nemendur vinna skv. áætlun og eru í beinu sambandi við sinn umsjónarkennara daglega í gegnum fjarfundabúnað og á unglingastigi er haldið úti kennslustundum með aðstoð tækninnar. Kennarar hafa beitt mikilli hugmyndagleði við að útfæra fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og tengt bæði við daglegt líf þeirra og hefðbundin fræði skólabókanna. Teymisvinna kennara og starfsfólks í skólunum er mikil og kennarar eru margir hverjir í óðaönn að læra á ýmsan tæknibúnað sem gerir þeim kleift að fylgjast með námsframvindu og líðan nemenda. Rafrænum fundum hefur fjölgað til mikilla muna og allt skipulag samvinnu hefur tekið miklum breytingum. Í takt við tilmælin Skóla- og frístundastarf er í eðli sínu félagsleg fjöldasamkoma en nú hafa stjórnendur, kennarar og starfsfólk lyft grettistaki á mettíma við að breyta öllu skipulagi og starfseminni til að tryggja sem mest öryggi barna og fullorðinna – og laga að gjörbreyttum aðstæðum. Mikilvægt leiðarljós er að reyna sem kostur er að halda stöðugleika í starfseminni ekki síst hjá yngstu börnunum, nýta tækifærin til að eiga samskipti við félagana á sama tíma og glímt er við menntandi viðfangsefni. Unnið er samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar með áherslu á aukin þrif og sótthreinsun bygginga að loknum skóla- og frístundadegi. Í nokkrum starfsstöðvum hefur þurft að grípa til lokunar til að hefta frekari útbreiðslu COVID-19. Frístundaheimili halda úti eins miklu starfi og kostur er miðað við fyrirskipaðar takmarkanir. Starfið er skipulagt í samstarfi við viðkomandi grunnskóla og þeir hópar sem eru saman í skólanum halda áfram að vera saman í frístundaheimilinu þá daga sem börnin eru í skólanum. Takmarkanir á hópastærðum Börn,unglingar og foreldrar eru upplýstir um hópaskiptinguna og opnun fyrir hvern hóp. Aldrei eru fleiri en 20 börn í hverjum hópi og hver hópur hefur eitt rými til umráða hverju sinni. Leikskólar starfa að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum, 4-6 börn, og aðskilin eins og kostur er. Hver deild er skilgreind sem sóttvarnahólf þ.e. börn og starfsfólk deildarinnar – en börnin koma ekki alla daga svo hægt sé að vinna með litla hópa og aðskilin. Jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Leikskólarnir eru nú opnir frá kl. 8:00 til kl. 16:15. Almennt er fylgt þeirri meginlínu að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina og að systkini fylgist að. Leikskólarnir sýna líka hugmyndaauðgi við óvenjulegar aðstæður og þannig greip Leikskólinn Rauðhóll í Árbænum til þess ráðs í vikulokin að streyma á netinu skemmtilegri söngstund þannig að þeir krakkar sem voru heima þann daginn gætu líka notið og tekið þátt. Mikilvæg skilaboð til foreldra Ég vil nefna sem mikilvæga ábendingu til foreldra að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr eða koma í veg fyrir smit er að halda barnahópum aðgreindum jafnt innan skóla sem utan og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hafi það í huga varðandi samskipti barna þeirra við vini og félaga eftir skóla. Þar er tryggast að fylgja sama skipulagi og í skólanum, þ.e. að börnin eigi fyrst og fremst samskipti við félaga á sömu deild (í leikskólum) eða í sama bekk (í grunnskólum/frístundastarfi). Þannig náum við mestum árangri í að draga úr útbreiðslu faraldursins. Í stórum dráttum gengur skipulagið í skóla- og frístundastarfinu mjög vel miðað við aðstæður og er full ástæða til að hrósa starfsfólki, börnum, og foreldrum fyrir mikinn skilning, velvilja og þrautseigju við þessar óvenjulegu aðstæður. Við munum örugglega aldrei gleyma þessum vikum en það er gott að finna samstöðuna um land allt – við förum í gegnum þetta saman og stöndum sterkari á eftir! Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun