Innlent

167 í sótt­kví á Vest­fjörðum og eitt stað­fest smit

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ísafirði. 
Frá Ísafirði.  Vísir/Egill

Alls eru 167 manns nú í sóttkví á Vestfjörðum og tveir í einangrun vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að annar þessara einstaklinga sem sé í einangrun sé smitaður af Covid-19, en beðið sé niðurstöðu sýnis vegna hins.

„Sá sem er smitaður af Covid-19 smitaðist á höfuðborgarssvæðinu og sætir einangrun í umdæmi sóttvarnarlæknis á Vesturlandi.

Meirihluti þeirra sem sæta sóttkví eru nýkomnir erlendis frá, af skilgreindum áhættusvæðum, og sæta því 14 daga sóttkví í ljósi fyrirmæla sóttvarnarlæknis,“ segir í tilkynningunni.

Funda daglega

Umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum tekur til alls Vestfjarðakjálkans, en í umdæminu eru tvö sóttvarnarumdæmi, bæði umdæmi sóttvarnalæknis á Vestfjörðum (norðanverðir og sunnanverðir Vestfirði) og á Vesturlandi (Strandir og Reykhólahreppur).

Í tilkynningunni segir að lögreglustjóri og svæðisumdæmislæknar beggja svæða fundi daglega um stöðuna, auk þess sem aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum fundi vikulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×