Hildur Björg sló bæði stiga- og framlagsmet Helenu í Höllinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Hildur Björg Kjartansdóttir átti magnaðan og sögulegan leik með KR-liðinu í gær. Vísir/Bára KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
KR-ingurinn Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik þegar KR-konur slógu Íslands- og bikarmeistarar Vals út úr undanúrslitum Geysisbikarsins í gær. Hildur leiddi ekki aðeins liðið sitt til sigurs heldur sló hún bæði stiga- og framlagsmetið hjá íslenskum leikmanni í bikarúrslitum í Höllinni. Hildur var með 37 stig, 8 fráköst, 3 stolna bolta, 3 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 72 prósent skota sinna (13 af 18) og úr öllum sex vítunum. Bikarúrslitaleikir kvenna hafa farið fram í Laugardalshöll frá 1976 með einni undantekningu og frá árinu 2017 hafa undanúrslitaleikirnir farið líka fram í Höllinni á svokallaðri bikarviku Körfuknattleikssambandsins. Hildur Björg tók bæði stiga- og framlagsmet íslensks leikmanns af Helenu Sverrisdóttur sem var einmitt að spila á móti Hildi í þessum leik. Hildur Björg skoraði 37 stig í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir skoraði í undanúrslitaleik á móti Snæfelli í fyrra. Helena átti metið reyndar með KR-ingnum Lindu Jónsdóttur sem skoraði 33 stig í bikarúrslitaleiknum árið 1986. Linda á ennþá stigametið í sjálfum bikarúrslitaleiknum. Hildur tók einnig framlagsmetið af Helenu. Hildur skilaði 45 framlagsstigum í leiknum í gær eða einu framlagsstigi meira en Helena í bæði undanúrslitaleiknum og bikarúrslitaleiknum í fyrra. Valskonan Hallveig Jónsdóttir skoraði 29 stig í leiknum sem kemst líka í hóp stigahæstu leikmanna íslenskra leikmanna í bikarúrslitum í Höllinni og Hallveig varð líka fyrsta konan til að skora sjö þrista í einum leik í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.Flest stig hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Bikarúrslitaleikir frá 1975 og undanúrslitaleikir frá 2017) 37 stig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 33 stig - Linda Jónsdóttir, KR (Bikarúrslit, 13.3.1986, á móti ÍS) 33 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 32 stig - Sóley Indriðadóttir, Haukum (Bikarúrslit, 5.4.1984, á móti ÍS) 31 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 29 stig - Marta G Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 30.3.1989, á móti ) 29 stig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 26 stig - Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli (Undanúrslit, 11.1.2018, á móti Keflavík) 25 stig - Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 23.4.1988, á móti) 25 stig - Emilía Sigurðardóttir, KR (Bikarúrslit, 25.3.1982, á móti) 24 stig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 19.3.1992, á móti Haukum) 24 stig - Helga Þorvaldsdóttir, KR (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti Njarðvík) 24 stig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í bikaúrslitum kvenna í Laugardalshöll:(Tölfræði hefur verið tekin saman frá árinu 1993) 45 framlagsstig - Hildur Björg Kjartansdóttir, KR (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti Val) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Bikarúrslit, 16.2.2019, á móti Stjörnunni) 44 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2019, á móti Snæfelli) 35 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR) 33 framlagsstig - Signý Hermannsdóttir, ÍS (Bikarúrslit, 18.2.2006, á móti Grindavík) 32 framlagsstig - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 28.1.1995, á móti KR) 28 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 17.2.2007, á móti Keflavík) 27 framlagsstig - Helga Jónasdóttir, Njarðvík (Bikarúrslit, 9.2.2002, á móti KR) 27 framlagsstig - Helena Sverrisdóttir, Haukum (Bikarúrslit, 13.2.2005, á móti Grindavík) 27 framlagsstig - Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (Bikarúrslit, 24.2.2008, á móti Haukum) 26 framlagsstig - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR (Bikarúrslit, 15.2.2009, á móti Keflavík) 26 framlagsstig - Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (Bikarúrslit, 16.2.2013, á móti Val) 26 framlagsstig - Hallveig Jónsdóttir, Val (Undanúrslit, 13.2.2020, á móti KR)
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 99-104 | KR í úrslit eftir framlengdan spennutrylli Valur og KR mættust í kvöld í einum skemmtilegasta leik sem hefur sést í Laugardalshöllinni í bikarkeppni kvenna. Leikurinn var þó ekki nema undanúrslitaleikur! KR leidd lengst af í leiknum en hleypti Val aftur inn í leikinn á lokamínútum venjulegs leiktíma. Vesturbæingar tóku síðan forystuna undir lok framlengingarinnar og unnu að lokum 104-99. 13. febrúar 2020 22:30