Að komast í bað Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 09:00 Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkföll 2020 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar