„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 23:17 Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, er ekki bjartsýnn á næstu mánuði. Vísir/Getty Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira