Erlent

Deilt um á­stæður lágrar dánar­tíðni í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Fámennar götur í Köln í Þýskalandi.
Fámennar götur í Köln í Þýskalandi. Getty

Ástandið í Þýskalandi hefur vakið athygli sérfræðinga en þar er dánartíðni af völdum kórónuveirunnar mun lægri en í löndum á borð við Ítalíu og Spán.

Deilt er um ástæður þessa, en í umfjöllun Guardian um málið segir að sumir sérfræðingar efist um aðferðafræði Þjóðverja en aðrir benda á að þeir, líkt og Íslendingar raunar líka, hafi verið duglegir við að prófa fyrir veirunni, sem dragi þá úr dánartíðninni og gefi betri mynd af hættunni sem veiran veldur.

Í Þýskalandi höfðu nú um 24 þúsund manns smitast en dauðsföll af völdum veirunnar eru aðeins 94. Það þýðir að dánartíðnin í Þýskalandi er 0,38 prósent, sú lægsta af þeim tíu löndum verst hafa orðið úti í faraldrinum.

Þannig er dánartalan á Ítalíu níu prósent og tæp fimm prósent í Bretlandi, svo dæmi séu tekin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×